Suð suð vestan þrír
Ég fatta ekki alveg fólk sem má ekki missa af veðurfréttum. Af hverju lítur það bara ekki út um gluggann daginn eftir? Hvernig komst fólk eiginlega af hérna áður fyrr þegar veðurstofan var ekki til. Fólk hefur engst um í kvíðakasti yfir óvissunni yfir því hvernig veður myndi skella á daginn eftir. Þriggja millibara lægð? Suð suð vestan þrír? Skýjað með köflum? Hiti sjö stig? Þvílík martröð!