Batman Begins (2005)
Leðurblökudansinn var stiginn í kvöld þegar hinn svartklæddi snéri aftur á hvíta tjaldið í stjórn Christopher Nolan.
Nolan bregst ekki bogalistinn frekar en fyrri daginn og gerir úr Batman eina bestu ofurhetjumynd sem gerð hefur verið. Hann gefur sér góðan tíma í að byggja upp undirstöðurnar fyrir sköpun Leðurblökumannsins án þess þó að það virki langdregið eða leiðinlegt. Hasarinn blandast síðan vel inní jafnt og þétt alla myndina þannig að langir dauðir kaflar myndast ekki. Nolan veit greinilega hvað unnendur Batmans vilja. Þeir vilja myrkur og töffaraheit og því er mjög vel skilað í þessari mynd. Að mínu mati þá tekst Nolan það upp sem Sam Raimi mistókst með Spider-Man. Bjútí.