Josh Rouse
Þennan tappa er vert að kynna því hann er að gera fína hluti á nýjustu plötu sinni, Nashville. Hann gerir mjúka gítartónlist og gefur frá sér þessa líka silkimjúku raddhljóð í leiðinni. Virkilega þægileg tónlist sem fær mann til að líða notalega. Hann er því með notalegri mönnum þessi Josh. Hann kemur frá Ameríkunni og hefur verið að síðan 1998. Ég smelli hér einu af þessum notalegu lögum af þessari plötu sem hann gaf út á þessu ári. Winter in the Hamptons