Mannleg samskipti
Við ættum að taka okkur hunda til fyrirmyndar hvað varðar félagsleg samskipti. Mannleg samskipti eru alltof flókin, of mikið af merkjum, svipbrigðum og óskrifuðum reglum. Til dæmis held ég að enginn hafi ennþá botnað í konum, allavega ekki neinn karlmaður. Það myndi létta öllum lífið ef við gætum bara þefað af rassi hvors annars og út frá þeim upplýsingum myndað okkur álit á manneskjunni. Tilhugalífið myndi allavega verða blessunarlega einfaldara.