Hallærislegustu böndin
Á sumrin fara sveitaballahljómsveitirnar að skjóta upp kollinum og spila á stöðum úti á landi á stöðum sem bera skrítin nöfn. Hallærið ríkir hjá flestum þessum böndum sem felst m.a. í að syngja karókí lög, ófrumlegri sviðsframkomu og gervitöffaraskap. Oftar en ekki vantar síðan bara hæfileika til að gera góða tónlist. Þessi bönd sjúga mergin úr litlum börnum sem í sakleysi sínu halda að þessi bönd séu málið. Fólk úti á landi heldur slíkt hið sama og reynir jafnan að líkjast goðum sínum eins og Adda Fannari og gaurnum í Buttercup. Endurvinnslan hefur nú valið hallærislegustu böndin og er listinn birtur hér fyrir neðan. Ellihnakkarnir í Skímó tóku þetta nokkuð auðveldlega enda afar sorglegt band þar á ferðinni. Ég held meira að segja að aðdáendaklúbburinn þeirra frá Akranesi sem samanstóð af tveim 13 ára stúlkum sé hættur. En þeir hætta ekki nei nei. Ég sá þá um daginn í Íslandi í dag og þar þóttust þeir vera töff í stolnum búningum frá The Hives. En þetta er einmitt aðalsmerki þessara hljómsveita, engin frumleiki. Á móti Sól veittu Skítaköllunum verðuga samkeppni enda nýlega búnir að gefa út tvær karókíplötur sem seljast víst vel. Ég sá þá félaga um daginn að gefa áritanir fyrir utan Hagkaup kringlunni og svei mér þá ef ekki um 3-4 leikskólakrakkar hafi hyllt þá félaga.
1. Skítamórall
2. Á Móti Sól
3. Buttercup
4. Greifarnir
5. Í Svörtum Fötum
6. Papar
7. Nylon