Hal - Hal (2005)
Ég rakst á þessa hljómsveit fyrir algjöra tilviljun og verður það að teljast ein best hepnnaðasta tilviljun sem ég hef lent í. Í dag er þessi diskur heldur betur að gíra mann upp með dúndur skemmtilegu poppi. Þetta eru fjórir Írar sem gera tónlist í svipuðum dúr og The Thrills en með sterkum Beach Boys áhrifum. Söngvarinn er með afar skræka rödd (minnir stundum á Bee Gees) sem hressir vel í manni og þeir eru ekki feimnir við að nota aukaraddir í botn. Hressandi poppslagarar og rólegri singalongar prýða þessa plötu og tryggir að hér er á ferðinni ekta sumarplata. Endilega sækið fyrstu lög plötunnar What a lovely Dance og Play the Hits. Bjútí.
9/10