Kleppur er allsstaðar
Hápunktur kvöldsins var þegar ég heyrði ansi óvænt orð leka út úr einum klepparanum sem staddur var í teiti á Eggertsgötu. Líffræðibrækur er orðið og tjáði sá hinn sami mér að þetta væru brækur sem að líffræðingar noti til að komast í gírinn þegar til dæmis Darwin er lesinn á góðri kvöldstund. Dressmann hefur umboð fyrir þessar brækur en heyrst hefur að rúmfatalagerinn hyggist á verðstríð. Eða eins og Einar Már sagði "kleppur er allsstaðar".