The Manchurian Candidate (2004)
Það eru fallbyssur á borð við Denzelinn, Streepuna og Voightarann sem leika í þessari nýjustu mynd leikstjórans snjalla Jonathan Demme. Demme þessi á að baki ekki ómerkari myndir en Philadelphia og Silence of the Lambs.
Þessi mynd fer kannski ekki í sama klassíska flokk og áður nefndar myndir Demme en það breytir því ekki að þessi spennumynd er langt yfir meðallagi. Þetta er hörkuspennandi samsæriskenningamynd sem er virkilega gaman að horfa á enda vel leikinn og gerð í alla staði. Þetta er jafnframt svona mynd sem maður fær mest út úr ef maður veit ekkert um hana áður en horft er á hana.
Kannski ekkert trúverðugasta mynd í heimi en þannig eru einmitt bestu samsæriskenningarnar. Er strengjabrúða í Hvíta Húsinu? Tjekkið á þessari mynd, mæli með henni.