Endurvinnslan: Ný plata Weezer          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Ný plata WeezerHáskólarokkararnir í Weezer gefa í dag út sína fimmtu breiðskífu, Make Believe. Eins og má sjá er koverið í takt við það sem þeir hafa áður gert á bláu og grænu plötu þeirra. Fyrsta smáskífan, Beverly Hills vekur hrifningu margra enda hressanDi slagari þar á ferð. Hljómsveitin Weezer var stofnuð 1993 og fór þar fremstur í flokki söngvarinn Rivers Cuomo. Fyrsta platan þeirra kom út 1994 og urðu þeir strax mjög vinsælir með lögunum "Say it ain't so" og "Buddy Holly" sem í dag eru bæði klassísk rokklög. Persónulega er platan Pinkerton, sem er önnur plata þeirra í mestu uppáhaldi hjá mér. Hún er þeirra þyngsta og tormeltasta en þegar maður náði að melta hana á sínum tíma rann hún greiðlega niður. Ég hef örlítið hlustað á nýju plötuna og hún lofar ágætu. Sérstaklega stóð eitt lag upp úr sem helgreip mann við fyrstu hlustun. Lagið er This is such a Pity og er gríðarlega hressandi og ef þetta verður ekki hittari í sumar þá er ég grillpinni. Halið laginu niður og njótið Weezer í sínu hressasta formi.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music