Ný plata Weezer
Háskólarokkararnir í Weezer gefa í dag út sína fimmtu breiðskífu, Make Believe. Eins og má sjá er koverið í takt við það sem þeir hafa áður gert á bláu og grænu plötu þeirra. Fyrsta smáskífan, Beverly Hills vekur hrifningu margra enda hressanDi slagari þar á ferð. Hljómsveitin Weezer var stofnuð 1993 og fór þar fremstur í flokki söngvarinn Rivers Cuomo. Fyrsta platan þeirra kom út 1994 og urðu þeir strax mjög vinsælir með lögunum "Say it ain't so" og "Buddy Holly" sem í dag eru bæði klassísk rokklög. Persónulega er platan Pinkerton, sem er önnur plata þeirra í mestu uppáhaldi hjá mér. Hún er þeirra þyngsta og tormeltasta en þegar maður náði að melta hana á sínum tíma rann hún greiðlega niður. Ég hef örlítið hlustað á nýju plötuna og hún lofar ágætu. Sérstaklega stóð eitt lag upp úr sem helgreip mann við fyrstu hlustun. Lagið er This is such a Pity og er gríðarlega hressandi og ef þetta verður ekki hittari í sumar þá er ég grillpinni. Halið laginu niður og njótið Weezer í sínu hressasta formi.