Endurvinnslan: Klassík: Seven (1995)          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Klassík: Seven (1995)

Bradíus Pittíus og Morgó Frímó í sevó

Tvímælalaust ein besta spennumynd sem gerð hefur verið á síðari árum. Þessi mynd ruddi veginn fyrir margar svipaðar myndir en engin hefur náð að feta fyllilega í fótspor hennar. David Fincher var við stjórnvölin en að mínu mati hefur hann ekki gert neina stórkostlega hluti síðan þá. Ég fílaði einfaldlega ekki Panic Room og Fight Club nógu vel. Það gekk einfaldlega allt upp í þessari mynd en grunnurinn er samt frábært handrit Andrew Kevin Walker (sem ég held að hafi misst það eftir þetta). Ég man alltaf eftir því þegar ég fór á hana í Laugarásbíó því spennan sem myndaðist var yfirgengileg, sérstaklega þegar komið var í lokaatriðið. Annars er myndin full af klassískum atriðum þar sem Pitt, Morgan, Paltrow og síðast en ekki síst Kevin Spacey eru í banastuði. Það sem er síðan mest hryllilegt við John Doe er að margt sem hann sagði hafði smá sannleikskorn í sér. En allavega þá er þetta algjör klassík og skyldueign á hvert bíóheimili.

                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music