mjúsík blogg
Ég vil byrja á að þakka Liverpool mönnum fyrir vel unnið verk. Að sjá Chelsea tapa..ómetanlegt, Mastercard er fyrir allt annað. En yfir í það sem skiptir hvað mestu máli og það er eyrnamatur. Þetta sumar ætlar að gefa vel af sér tónlistarlega séð en það er alltaf gleðiefni þegar hljómsveitirnar Coldplay og Weezer gefa út plötur. Þetta eru hljómsveitir sem geta heldur betur hresst í manni eyrnamerginn þannig að hann hreinlegur vellur út í sæluvímu. Við erum búin að fá að heyra smjörþefinn af báðum þessum plötum, Weezer með "Beverly Hills" (linkur á lagið annars staðar) og Coldplay með "Speed of sound". Coldplay menn valda ekki vonbrigðum með þetta fínasta lag sem lesendur Endurvinnslunar geta nú sótt hér -->Speed of sound. Einnig langar mig að kynna fyrir fólki óþekkt band sem hressir engu að síður með nafninu The Decemberists. Þeir voru að gefa út fínustu plötu og sérstaklega eitt lag sem örvar eyrun hvað mest. Gjöriði svo vel að smakka
-->Sixteen Military Wives Hressið ykkur nú við.