Endurvinnslan: Karlmennska og kvenleiki: Staðreynd eða skáldskapur?          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Karlmennska og kvenleiki: Staðreynd eða skáldskapur?

Ég var nýlega að tala um dramamyndir og hvað ég hefði gaman af góðu drama. Viðurkenni það fúslega að ég hef grátið yfir bíómynd. Núna blöskrar væntanlega einhverjum og hugsa eitthvað eins og "nei andskotinn", eða kannski "hvaða aumingjaskapur er þetta" eða jafnvel "haltu þessu fyrir sjálfan þig maður". En af hverju? Ef stelpa myndi skrifa þetta nákvæmlega sama myndi enginn kippa sér upp við það og hún myndi fá miklu meiri jákvæð viðbrögð. Strákar mega ekki tala um tilfinningar, þeir eiga að vera harðir af sér, leika íþróttir og drekka bjór. Ég mótmæli hreinlega að stelpur eigi einkarétt á tilfinningum. Það er engin munur á tilfinningalífi karla og kvenna og af hverju á að vera munur á því hve mikið kynin tala um það? Þetta hvernig karlar og konur "eiga" að vera kallast staðalmyndir og er merkilegt fyrirbæri. Mín skoðun er að karlmennska og kvenleiki er eitthvað sem er mótað af umhverfinu. Þó að vissulega líffræðin sendi mann á ákveðna braut þá getur umhverfið haft úrslitaáhrif á hvert brautin liggur. En til hvers þurfum við að búa til karlmennsku í strákum og kvenleika í stelpum? Einhvern tíma hafði það kannski aðlögunargildi að karlar væru harðir af sér, vernduðu konuna og veiddu í matinn á meðan konan sá um afkvæmin og talaði um tilfinningar. En í dag hefur þetta ekkert hlutverk að mínu mati og er oft jafnvel skaðlegt. Þeir sem eru næmastir fyrir þessum skilaboðum um hvernig þeir eigi að vera lenda nefninlega margir í tómu rugli. Þeir sem ganga hvað lengst í karlmennsku ímyndinni geta greinst með persónuleikaröskun sem lýsir sér m.a. í yfirgengilegum hroka, skorti á samúð með öðrum og finnst þeir eiga rétt á gríðarlegri aðdáun. Þær konur sem ganga hvað mest í kvenleika geta líka greinst með persónuleikaröskun en hún lýsir sér í þrá í athygli, kynferðislega tælandi hegðun, stöðugar tilfinningasveiflur, notar ávallt útlit til að draga á sér athygli, sýnir oft dramatíska, ýkta hegðun og telur sambönd nánari en þau eru. Þarna eru einstaklingar sem eru að keyra kynstaðalmyndina í botn og lítið sem stöðvar þau. Það má algjörlega deila um hvort að ætti eitthvað að vera að greina þetta sem einhverja röskun. En þetta vekur mann til umhugsunar um öll þessi mismunandi skilaboð sem stelpur og strákar fá sem hafa engan eiginlegan tilgang. Þetta er eitthvað sem allir eiga að vilja en engin veit af hverju. Spáum aðeins í þessu.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music