Metrómenn
Eftir heitar umræður um kynjahlutverk er ekki úr vegi að fjalla örlítið um metrómanninn sem hefur eitthvað verið í umræðunni. Hvað finnst mér? Jú mér finnst þetta hálf kjánalegt. Mér finnst fínt mál að karlar séu að taka að sér kvenlega eiginleika eins og að sjá um börnin sín, þrífa og jú það er ekkert að því að hugsa um útlitið sitt. En það sem metrómenn gera það er að taka einhverja ímynd af hinum fullkomna metrómanni (David Beckham?) og keyra hana í botn. Fyrir mér eru metrómenn ekkert ólíkir unglingum sem eru skopparar eða mansonistar. Metrómenn eru yfirleitt bara eldri og ættu að vera vaxnir upp úr því að vilja líkjast einhverjum ímyndum. Það er eins og þeir hafi ekki persónuleika til að búa til eigin ímynd og því þurfa þeir að apa allt eftir einhverjum tískublöðum. Þetta er eins og að ef trúðar væru í tísku þá myndi ég bara mæta í alltof stórum skóm, hvítmálaður í framan, í smekkbuxum og með rautt nef og þætti ég voða töff. Nei, ég væri ekki töff.
Þess vegna finnst mér hálf kjánalegt að sjá til dæmis Ásgeir Kolbeins, fullorðinn maður, ennþá að reyna að líkjast hinum fullkomna trúð. Og svei mér þá, ég held honum takist það bara.
Þess vegna finnst mér hálf kjánalegt að sjá til dæmis Ásgeir Kolbeins, fullorðinn maður, ennþá að reyna að líkjast hinum fullkomna trúð. Og svei mér þá, ég held honum takist það bara.