Downfall (2004)
Hjartakreistarinn Adolf Hitler er kominn aftur og fer mikinn í þessari þýsku mynd um síðust dagana í lífi hans. Maður að nafni Bruno Ganz leikur Hitlerinn.
Þetta er fínasta fræðslumynd fyrir þá sem vilja kynna sér hvað gekk á í neðanjarðarbyrgi nasista í Berlín rétt fyrir lok stríðsins. Ég horfði á hana með þeim augum og því fannst mér hún áhugaverð. Skemmtanagildið er, eins og gefur að skilja ekki mikið og maður fann ekki mikið til með nasistunum sem hver af öðrum skutu sig í höfuðið. Samt áhugavert að sjá þessa hlið stríðsins eftir að hafa séð nokkrar myndir um hörmungar gyðinga. En eitt er klárt, Hitler var truflaður maður.