Johnny Depp (1963)
Depp er að mínu mati einn besti og skemmtilegasti leikarinn í Hollywood í dag. Hann virðist heldur ekki velja sér hvaða mynd sem er og þorir einnig að leika í öðruvísi myndum (t.d. Dead Man og Ninth Gate). Hann getur bæði verið góður í dramatískum myndum og fer einnig létt með grínhlutverkið eins og í Pirates, Edward Scissorhands og Bennie & Joon. Maður verður síðan að fyrirgefa honum fyrir þær lélegu myndir sem hann hefur sést í á borð við Cry Baby, The astronaut's wife og Don Juan Demarco. Fyrsta myndin sem hann lék í var hrollvekjan "A nightmare on elmstreet" þar sem hann var 21 árs. Kallinn er orðinn 42 ára en lítur ótrúlega vel út. Næstu myndir hans eru "Charlie and the chocolate factory" (þar sem hann er enn og aftur í samstarfi við Tim Burton) og "Pirates of the Caribbean 2". Depp kýs að forðast sviðsljósið og býr í Frakklandi ásamt fjölskyldu sinni. Í tilefni þess ætla ég að velja þær myndir Depp sem mér þykja hressa hvað mest af þeim sem ég hef séð.
1. What's eating Gilbert Grape?
2. Edward Scissorhands
3. Platoon
4. Donnie Brasco
5. Ed Wood
6. Finding Neverland
7. Dead Man
8. From Hell
9. Benny & Joon
10. Sleepy Hollow