Endurvinnslan: Hotel Rwanda (2004)          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Hotel Rwanda (2004)

Don Cheadle og fjölskyldan í þrælmagnaðri mynd, Hotel Rwanda

Í dag kláraðist passinn minn á kvikmyndahátíðina þegar ég stimplaði mig inná Hótel Rúanda. Það er Don Cheadle (Traffic, Ocean's eleven) sem í þessari sannsögulegu mynd leikur mann sem rekur hótel sem lendir í að þurfa að hýsa flóttamenn í borgarastyrjöld sem geysaði í Rúanda. Þessi borgarastyrjöld var á milli tveggja ættbálka þar sem annar ætlaði einfaldlega að útrýma hinum. Við s.s. fylgjumst með þessum manni og fjölskyldu hans og hvernig allt fer fjandans til í þessu stríði.
Þetta er virkilega mögnuð og sterk mynd. Don Cheadle er svo góður í aðalhlutverkinu að manni þykir strax vænt um persónuna sem hann leikur. Myndin er síðan þannig að manni finnst maður svo vera á staðnum og maður hefur svo mikla samúð með fólkinu að oft var hreinlega mjög erfitt að horfa upp á þetta. Hún heldur manni allan tímann í heljargreipum og ekki skemmir fyrir frábær leikur Cheadle og Nick Nolte ásamt í rauninni öllum leikurum. Juaquin Phoenix og Jean Reno koma síðan við sögu. Rosalega áhrifamikil mynd og ég hvet alla innilega til að kynna sér hana. Ein besta mynd sem ég hef séð.

                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music