Klassík: What's eating Gilbert Grape? (1993)
Afar fín mynd hér á ferð frá 1993 með þeim Johnny Depp, Leonardo Di Caprio og Juliette Lewis. Di Caprio sýnir magnaðan leik sem þroskahefti bróðurinn Arnie og Depp er ekki síðri í túlkun sinni á Gilbert sem á hvíla öll vandamál heimsins. Leikstjórinn er svíinn Lasse Hallstrom sem einnig hefur gert hina fínu "The Cider house rules" En Gilbert Grape er að mínu mati gríðar mikilvæg mynd.
Elko verður að fá sokk í hattinn fyrir að bjóða þessa vönduðu mynd á 2 fyrir 2000 ásamt öðrum eðalmyndum.