Þrúgandafjörður
Fyrir þá sem vilja vera vel með á nótunum í tónlist, kvikmyndum og jafnvel bókmenntum þá er mín uppáhalds síða Metacritic.com. Þetta er síða sem tekur saman gagnrýni á tónlist, kvikmyndum og bókmenntum þannig að maður hefur nokkuð góða mynd af gæði viðkomandi efni. Líka mjög skemmtilega sett upp síða og gaman að vafra þar um. Yfir í annað, System of a down eru búnir að drita út sínum fyrsta singli af væntanlegri plötu, B.Y.O.B., sturlað lag þar á ferðinni en nokkuð hressandi. Strákarnir í Weezer eru einnig komnir með nýtt lag sem mun hressa í sumar. Í tilefni sumars þá geri ég þetta lag aðgengilegt, sumargjöf til lesenda. Lagið er Beverly Hills.
Gleðilegt sumar
Gleðilegt sumar