Úú beibí
Konan var að hlusta á FM í bílnum í dag. Það var lag í gangi sem vakti athygli mína, sérstaklega var textinn skemmtileg pæling. Þarna er verið að fjalla um eitthvað sem hefur einmitt ekki verið mikil umræða um og því þarft að vekja á þessu málefni athygli. Textinn var einhvern veginn "I am a girl, you are a boy so let's dance dance dance. I am a girl, you are a boy so let's dance dance dance". Ótrúlega hnyttinn samfélagsgagnrýni hér á ferðinni. Restin af textanum man ég ekki en ég læt samt vaða og giska á hann. "I wanna feel your body tonight. On the dance floor you are my baby. C'mon baby let me feel your body. Yeah you and I are gonna be one tonight, aha cause you are my baby, baby. Cause I am a boy and you are a girl so let's dance dance dance." Þetta kallar maður upplifun.