Dramakvöld
Í kvöld mun Endurvarpið bjóða upp á rólega og þægilega tóna. Þetta er gert til að fólk nái að gíra sig niður fyrir vikuna og vakni endurnært á mánudagsmorgni. Ég mæli eindregið með kertaljósi, kakóbolla, sæng, Panasonic höfuðtólum og vasaklúti til að upplifunin verði sem þægilegust. Þegar tárin eru farin að renna í stríðum straumum niður heita kinnina er ekki vitlaust að kveikja í vasaklútinum með kertinu, hella yfir sig kakóbollanum og stíga trylltan dans. Þessu mæli ég hiklaust með fyrir kvöldið. Listamenn sem koma fram í kvöld verða margir en ég nefni hérna Margréti Eir, Keane og Portishead. Komum saman og fellum tár í kvöld klukkan 22. Ég hvet eindregið grunnskólakennara til að stilla inn, þeir virðast þurfa á því að halda. Takk fyrir