The Grudge
Menn eru að tala um að þessi mynd, sem frumsýnd er í dag sé allsvakalega skuggaleg. Sigurjón Kjartansson sagði m.a. að hún væri meira scary heldur en The Ring sem var nú ekkert barnaefni. Ég gerðist svo heppinn að vinna miða á þessa mynd í Tvíhöfða þannig að maður kíkir líklega á þetta í kvöld. Ég sé að það er einhver Japani sem gerir myndina og þetta er endurgerð japanskrar myndar sem heitir Ju-On. Það er hins vegar sú al-ameríska Sarah Michelle Gellar sem fer með aðalhlutverkið en ég held nú að hún hafi bara leikið í einhverjum leiðinlegum unglingamyndum. Þess má síðan geta að strax er byrjað að vinna að gerð The Grudge 2, en ekki hvað?