The Music - Welcome to the North (2004)
Hljómsveitina The Music skipa fjórir tvítugir piltar frá Bretlandi. Þetta er önnur plata þeirra og tala nú margir um þá sem bjargvætti rokksins (eða kannski er það bara ég). Þetta er allavega nokkuð framúrstefnulegt hjá þeim, þeir eru að sjóða saman kraftmiklu rokki og hoppandi klúbbastemningu. Inn á milli stemningarslagara henda þeir síðan inn mögnuðum ballöðum. Að mínu mati er Welcome to the North betri en samnefnd plata þeirra frá 2002. Einfaldlega skotheldari lagasmíðar og þeir hafa notað tímann til að þétta stíl sinn. Það er ógjörningur að nefna einhver sérstök lög, þetta er allt helvíti gott.
4,5/5