Vinningshafinn frá Akureyri
Hann var ekki lengi að bregðast við, Kennaraneminn að Norðan. Hann sendi rétt svar á mig og var þar að sjálfsögðu um að ræða bresku hljómsveitina Radiohead af nýjustu afurð sinni 'Hail to the Thief'. Tryggvi er því orðinn besti vinur Endurvarpsins og fékk hann að velja lag til að henda inn á playlistann. Lagið sem hann valdi er eitt gamalt og gott frá íslandsvinunum í Travis og á nokkuð vel við þessa dagana. Hví rignir ætíð á mig?