Traffík
Það er gaman að sjá traffíkina á Endurvarpinu í dag. Það eru kannski ekkert voðalega margir að hlusta í einu en alltaf einhverjir að detta inn og út. Þetta heldur manni gangandi og sýnir það að einhver hefur gaman að því að hlýða á góða tónlist sem er kannski ekki þetta sem maður heyrir í útvarpinu dagsdaglega. Ég hef því ákveðið að gera sérþátt sem fer í loftið næsta sunnudagskvöld. Þessi þáttur verður sérsniðinn að þörfum ástarbossa og dramafíkla. Róleg og seiðandi tónlist verður sett í forgrunn, eitthvað gott til að tæma hugann fyrir komandi vinnu/skólaviku. Ég hvet eindregið Arnar nokkurn Inga til að leggja við hlustir en hann er þekktur fyrir mikinn áhuga á erótískum tónum. Ég lofa þó öðrum að Boyz 2 Men og Mariah Carey verða fjarri góðu gamni en hver veit nema að Michael Jackson kíki í stutta sveiflu..Ætli þetta fari ekki í loftið klukkan 22, það er nú alveg klassískur tími. Hlakka til að sjá ykkur. Til að hlýða á eðaltóna Endurvarpsins smellið þið á "Hlustaðu" á kantinum. Er að spila Keane.