Endurvinnslan: Stelpur geta líka verið töff          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Stelpur geta líka verið töff

Þær voru hressandi á Nasa í gær, Sahara Hotnights
Annað kvöld Airwaves hátíðarinnar var í gær. Þegar við félagarnir mættum á Nasa voru Úlpumenn á sviði, alls úlpulausir. Ég hefði alveg viljað sjá þá í úlpum og jafnvel með húfu, það hefði verið fyndið. En kannski ógjörningur því hiti var mikill. Við sáum þá taka nokkur þunglyndisrokklög og svona alveg ágætt, ég hef bara ekki mikið heyrt í þeim. Síðan mættu Ensími á svæðið, hljómborðsleikarinn var minna í því að spila á hljómborðið og því meira í að kveikja sér í sígarettum og þamba bjór. Söngvarinn lék hins vegar eftirhermu og náði Thom Yorke nokkuð vel. Þetta var alveg skítsæmilegt hjá þeim, þetta nýja efni er doldið hart en það sem gladdi gesti voru slagararnir og það myndaðist ágætis stemning í síðasta lagi þeirra, Atari af plötunni Kafbátamúsik. Sahara Hotnights létu aðeins bíða eftir sér og maður var orðinn nokkuð spenntur þegar þessar skutlur stigu á svið. Það var ekkert verið að tvínóna við hlutina. Það var einfaldlega sett í fluggírinn og hljóðfærinn voru slegin, hömruð og strokin. Þær eru gríðarlega orkumiklar og skemmtilegar og sérstaklega vakti trommarinn athygli. Hún þrumaði trommurnar út og suður og hristi höfuð þannig að ljósir og miklir lokkar þeyttust til og frá. Hressandi var þegar hún sló trommurnar með annari en beindi hinum kjuðanum að áhorfendum og með fylgdi grimmur en ótrúlega einbeittur svipur. Söngkonan, grönn í þröngum hvítum gallabuxum og í svörtum leðurstígvélum hafði sig alla fram við að koma öllum háu tónunum til skila en beið stundum lægri hlut enda varla margir sem gætu haldið rödd sinni lengi með svona svakalegri keyrslu. Þær voru síðan klappaðar upp, tóku tvö lög og þökkuðu voða vel fyrir sig. Frábær rússíbanareið frá töff hljómsveit. Stelpur geta líka verið töff..
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music