2+2=5
Ég verð að segja fyrir mitt leyti, algjörlega óháður og hlutlaus að á útvarpsstöðinni Endurvarpinu er að finna magnaða tóna. Hvort sem menn vilja gæsahúð eða hressingu þá er eitthvap bitastætt í loftinu. Ég er með getraun í gangi. Hvaða hljómsveit flutti lag með titlinum á þessu bloggi? Sá sem svarar rétt fær titilinn vinur Endurvarpsins og fær að velja lög þangað inn (sagt með fyrirvara).