Nýjir tímar
Nú eru framundan nýjir tímar í sögu Endurvinnslunnar. Nú verður aftur hægt að niðurhala lögum af síðunni og mun þetta bæta þjónustuna við lesendur umtalsvert. Svona til að prufukeyra þetta nýja dæmi þá býð ég upp á lag með sænsku hljómsveitinni Logh en platan þeirra North verður örugglega á árslista Endurvinnslunnar sem verður birtur um áramótin.
Logh - Death to my hometown