Dogs die in Hot Cars R.I.P.
Ég er frekar vonsvikinn yfir þeim fréttum að hljómsveitin Dogs die in hot cars er hætt störfum á nýrri plötu og hefur lagt upp laupana. Þetta er lélegt enda var eina platan þeirra Please describe yourself þvílíkur popplöðrungur að ég er enn rauður á öðrum vanganum. Jæja en það þýðir ekki að gráta þessa heitu hunda heldur bara að lifa með minningunni.