Killer Joe (Borgarleikhúsið)
Fór á þetta leikrit í kvöld í Borgarleikhúsinu. Ekki oft sem ég fer í leikhús og var ég því afar spenntur að sjá þetta verk enda búið að mæla með því og verkið hefur fengið "einróma lof gagnrýnenda".
Ég var heldur betur ekki svikinn af þessari leikhúsupplifun. Sýningin er í litla sal í Borgarleikhúsinu þar sem sviðið er í miðju salarins og sætin í kring. Ég sat fremst þannig að maður var með puttann á púlsi leikaranna. Leikmyndin er fátækleg enda gerist leikritið hjá lágstéttarfólki í Texas. Það veltur því allt á frammistöðu leikaranna og standa þeir sig glæsilega. Það tók þó smá tíma fyrir þá að komast í gang. Fyrstu línurnar voru eilítið stirðbusalegar en svo kom hvert galdraugnablikið á eftir öðru. Lokaatriðið er magnað og hamagangurinn mikill, en frábærlega útfært.
Sagan sem slík er ekki merkileg en kaldur húmor, flottar persónur og frábær leikur gera þetta að ansi skemmtilegri sýningu. Þó að allir leikararnir hafi verið góðir verð ég að nefna Björn Thors í aðalhlutverkinu. Mér fannst hann stórkostlegur, virkilega fyndinn og skuggalegur. Ég mæli hiklaust að fólk skelli sér á þessa sýningu. Örugglega með áhugaverðari sýningum sem eru í gangi.
Ég var heldur betur ekki svikinn af þessari leikhúsupplifun. Sýningin er í litla sal í Borgarleikhúsinu þar sem sviðið er í miðju salarins og sætin í kring. Ég sat fremst þannig að maður var með puttann á púlsi leikaranna. Leikmyndin er fátækleg enda gerist leikritið hjá lágstéttarfólki í Texas. Það veltur því allt á frammistöðu leikaranna og standa þeir sig glæsilega. Það tók þó smá tíma fyrir þá að komast í gang. Fyrstu línurnar voru eilítið stirðbusalegar en svo kom hvert galdraugnablikið á eftir öðru. Lokaatriðið er magnað og hamagangurinn mikill, en frábærlega útfært.
Sagan sem slík er ekki merkileg en kaldur húmor, flottar persónur og frábær leikur gera þetta að ansi skemmtilegri sýningu. Þó að allir leikararnir hafi verið góðir verð ég að nefna Björn Thors í aðalhlutverkinu. Mér fannst hann stórkostlegur, virkilega fyndinn og skuggalegur. Ég mæli hiklaust að fólk skelli sér á þessa sýningu. Örugglega með áhugaverðari sýningum sem eru í gangi.