Dýravinur
Ég hef mjög gaman af dýrum. Sérstaklega eru kettir í uppáhaldi. Það er minna vesen að vera með kött heldur en hund og kettir gelta ekki. Ætli kettir séu ekki kjörnir fyrir svona rólyndismenn eins og mig en þeir sem vilja meiri hasar fá sér einhvern risahund. Það sem ég fíla við ketti er að þeir geta verið sjálfstæðir og þurfa ekki alltaf að hafa húsbóndann við hlið sér. Ég neita því þó ekki að sumir hundar eru yndislegir.
Ég horfði á síðasta þátt um Dýravini á Skjáeinum. Ég fór að velta fyrir mér hvernig þátturinn myndi vera ef þáttastjórnandinn væri algjörlega kunnáttulaus um dýr.
Stjórnandi: Já þetta er svona týpískur íslenskur fjárhundur er það ekki?
Gestur: Nei, neinei þetta er hamstur
Stjórnandi: Nú já er það. Einmmitt. Já þeir verpa eggjum.
Gestur: Neinei þeir fæða lifandi unga
Stjórnandi: hahaha já góður. En svo varstu með íslenskan fjárhund einhvers staðar hérna líka.
Gestur: Nei við eigum ekki hund. Þetta er köttur.
Stjórnandi: Mmmmm ok. Og af hverju er hann ekki í búri?
Gestur: Maður hefur ketti ekki í búri
Stjórnandi: Ja allavega eki ef maður vill láta ráðast á sig. Og hvað gefiru kettinum bara gulrætur og kál og eitthvað svoleiðis?
Gestur: Neeeei hann fær kattamat
Stjórnandi: Fær hundurinn kattamat!
Ég horfði á síðasta þátt um Dýravini á Skjáeinum. Ég fór að velta fyrir mér hvernig þátturinn myndi vera ef þáttastjórnandinn væri algjörlega kunnáttulaus um dýr.
Stjórnandi: Já þetta er svona týpískur íslenskur fjárhundur er það ekki?
Gestur: Nei, neinei þetta er hamstur
Stjórnandi: Nú já er það. Einmmitt. Já þeir verpa eggjum.
Gestur: Neinei þeir fæða lifandi unga
Stjórnandi: hahaha já góður. En svo varstu með íslenskan fjárhund einhvers staðar hérna líka.
Gestur: Nei við eigum ekki hund. Þetta er köttur.
Stjórnandi: Mmmmm ok. Og af hverju er hann ekki í búri?
Gestur: Maður hefur ketti ekki í búri
Stjórnandi: Ja allavega eki ef maður vill láta ráðast á sig. Og hvað gefiru kettinum bara gulrætur og kál og eitthvað svoleiðis?
Gestur: Neeeei hann fær kattamat
Stjórnandi: Fær hundurinn kattamat!