Hard-Fi og The Veils
Hard-Fi er band sem ég hef hlustað á. The Veils er band sem ég hef minna hlustað á. Nýja platan með Hard-Fi Once upon a time in the West er við fyrstu skoðun svolítil vonbrigði. Þeir eru búnir að poppa sig full mikið upp og finnst mér tilfinningaolían brenna þá full mikið. Það eru þó fínir sprettir á plötu þeirra eins og Suburban Knights, I shall Overcome og Little Angel en hægt er að hlusta á það hér fyrir neðan. Einnig er hægt að hlusta á hið yndislega Advice for young mothers með The Veils sem er band sem ég ætti að skoða betur.