Eastern Promises
Ég verð að viðurkenna að ég hafði miklar væntingar til þessarar myndar enda er hún búin að fá glimrandi dóma og svo eru miklir snillingar sem standa á bak við hana. Síðast gerðu David Cronenberg(leikstjóri) og Viggo Mortensen hina ágætu A History of Violence en núna gera þeir mynd um rússnesku mafíuna í London og hafa liðsinni hinnar mögnuðu Naomi Watts.
Það er óhætt að segja að myndin hafi ekki ollið neinum vonbrigðum. Þetta er mynd sem byrjar af krafti og grípur fast um mann og heldur allan tímann. Hún er soldið brútal en það eykur kraft hennar og áhrif. Í myndinni er ein magnaðasta sena sem ég hef lengi séð en þá berst Viggo Mortensen nakinn við tvo mafíósa vopnaða eggvopni í gufubaði. Ég þurfti að líta undan í því atriði og það þarf mikið til að ég líti undan. Svona er þessi mynd. Hún skríður undir skinnið á manni, ekki bara af því hún hefur grafískt ofbeldi heldur hefur hún einnig áhugaverðan söguþráð, flottar persónur og magnaðan leik. Eastern Promises er rosaleg.
Það er óhætt að segja að myndin hafi ekki ollið neinum vonbrigðum. Þetta er mynd sem byrjar af krafti og grípur fast um mann og heldur allan tímann. Hún er soldið brútal en það eykur kraft hennar og áhrif. Í myndinni er ein magnaðasta sena sem ég hef lengi séð en þá berst Viggo Mortensen nakinn við tvo mafíósa vopnaða eggvopni í gufubaði. Ég þurfti að líta undan í því atriði og það þarf mikið til að ég líti undan. Svona er þessi mynd. Hún skríður undir skinnið á manni, ekki bara af því hún hefur grafískt ofbeldi heldur hefur hún einnig áhugaverðan söguþráð, flottar persónur og magnaðan leik. Eastern Promises er rosaleg.