Endurvinnslan: Rakstur          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Rakstur

Ein hliðarafurð þess að vera fullvaxta karldýr er að þurfa að raka af sér gróf andlitshár. Það þykir frekar villimannslegt og óaðlaðandi í dag að vera með sítt alskegg. Þetta hjálpar því ekki karldýrinu sem leitar að kvendýri til að æxlast með og eiga með afkomendur. Þetta vita framleiðendur rakstursvara og nýta sér. Undirritaður notar ávallt svokallaða raksköfu til að fjarlægja andlitshár en ekki svokallaða rakvél. Fyrir þá sem eru ókunnugir slíku verkfæri þá er þetta stutt skaft með fjarlægjanlegu raksköfublaði á endanum. Alltaf heldur maður að nú hafi rakstursframleiðendur (sem er nú eiginlega bara Gillette) fundið upp hina fullkomnu raksköfu en alltaf koma nýjar og nýjar tegundir á markað. Um daginn ætlaði ég að kaupa raksköfublað á skaftið mitt en þá var búið að taka þá tegund úr sölu og ný tegund með nafninu FUSION komin á markað. Þetta apparat lítur út eins og rakskafa sem Luke Skywalker notaði til að halda sínu fríða fési hárlausu. Hvar endar þetta? Þessar einföldustu raksköfur virka alveg eins vel og einhverjar sem eru speisaðar og heita fínum nöfnum. Hvernig verða raksköfur árið 3000? Þær verða væntanlega með myndavél og fólk getur sent myndir af sér að raka sig á milli sín. Þær verða væntanlega með leisersjói og reykvél, spila rokktónlist og heita nöfnum eins og Magnum, Millennium eða Evaporation.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music