Hæ
Djöfull er ég búinn að glápa mikið á kvikmyndir undanfarið. Það orsakast að mestu leyti af því að ég hef ekki alveg gengið heill til skógar heilsufarslega séð. En þetta horfir allt til betri vegar. Ég er búinn að horfa á Girl, Interrupted, The Skeleton Key, The Forgotten, Black Book, Human Nature og Apocalypto. Svo er ég búinn að liggja yfir Seinfeld að auki. Áhugaverðastar af þessum voru Black Book sem er hollensk mynd sem gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Mjög vönduð og spennandi mynd. Valur lánaði mér hana á DVD. Svo var Apocalypto fjári spennandi og Human Nature var óvenjuleg skemmtun.
Svo er þetta mjög flott lag með The One AM radio
The One AM Radio - In the time we've got
Svo er þetta mjög flott lag með The One AM radio
The One AM Radio - In the time we've got