Endurvinnslan: Manic Street Preachers - Send away the Tigers (2007)          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Manic Street Preachers - Send away the Tigers (2007)



Það var ansi óvænt ánægja nýlega þegar ég uppgötvaði að ein af mínum uppáhalds hljómsveitum fyrr og síðar hafði gefið út nýja plötu. Það er ekki ýkja langt síðan þeir tilkynntu að þeir væri hættir og í kjölfarið gaf söngvarinn James Dean Bradfield út hina stórgóðu The Great Western. Núna er platan Send away the Tigers komin út og ekki eyðileggur það spennandi tónlistarsumar. Þetta er áttunda breiðskífa þessa velska tríós.
Platan fékk frekar neikvæðan dóm í morgunblaðinu nýlega, aðeins tvær stjörnur af fimm. Kannski er þetta ekki merkileg plata fyrir aðra en aðdáendur MPS en mér líst vel á hana. Eini gallinn sem ég sé á henni er að hún er óvenju stutt fyrir MSP plötu, aðeins 10 lög. Hún er rokkaðri en síðasta plata þeirra, og af þeirra nýlegustu plötum myndi ég segja að hún væri í ætt við Know your Enemy en með færri og vandaðri lögum. Öll lögin eru nefninlega að mínu mati afar góð. Lagið Autumnsong er líklegur hittari og einnig Your love alone is not enough þar sem sænska Cardigans skvísan Nina Person syngur með þeim.
Þetta er eiginlega bara týpísk MSP plata, það auðvitað hugnast ekki öllum en hún framkallar ákaft bros í smettið á mér.

Manic Street Preachers - Autumnsong
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music