Ó Anakin
Ég er að hugsa um Anakin Skywalker. Góður strákur var hann en að lokum fékk hann alla sem þóttu vænt um hann upp á móti sér. Ég vil meina að honum hafi vantað stöðuga sjálfkennd (identity). Það er að segja að hann hefur ekki haft nógu sterkan persónuleika til að vinna gegn freistingunum sem honum bauðst. Blindaður af ást, keyrður áfram af hroka og mikilmennskubrjálæði beigði Anakin sig undir myrkrahöfðingjann og tapaði að lokum öllu sem hann átti. Getuleysi hans til að sjá hlutina í víðara samhengi varð honum að falli.
Ég gleymi aldrei þessu atriði þegar líkami Anakins logar í breinnisteinsbrekkunni og hann öskrar af sársauka. Og hann vildi bara að kærastan sín lifði.
Ég held að mögulegur Svarthöfði geti leynst í okkur öllum. Þegar hugsanir okkar eru óreiðukenndar, þegar við finnum fyrir streitu, þegar við siglum blint á eitthvað takmark og hugum ekki að stóru myndinni þá er hætta á að við freistumst til að taka í hendina á myrkrinu og við förum auðveldu og óskynsamlegu leiðina.