Stelpurnar (Stöð 2)
Ég sá í gærkvöldi minn fyrsta þátt af gamanseríunni "Stelpurnar" sem verður nú að teljast ansi ódýrt nafn á jafn brautryðjandi þætti. Brautryðjandi? Bingó! Þessir þættir sýna með stæl að húmor er ekki bara eiginleiki karla og að konur geta líka alveg verið flippaðar og skemmtilegar. Ég er viss um að margar konur eru hræddar við að vera fyndnar og flippaðar af því að það samræmist ekki kvenleika, allavega samkvæmt staðalmyndinni. Þátturinn í gær var þó ekkert sjúklega fyndin, náði til dæmis ekki sömu hæðum og Fóstbræður gerðu upp á sitt besta en var þó bara nokkuð þéttur. Þær hittu oft naglann á höfuðið og að mínu mati eru þær að gera betur en "Svínasúpan" gerði. Þetta eru að auki allt mjög aðlaðandi konur og þær verða enn meira aðlaðandi í mínum augum þegar þær grínast og flippast. Alvöru konur!