Fantastic Four (2005)
Hin fjögur fræknu eru mætt hér í enn einni ofurhetjumyndinni. Þessi virðist þó eingöngu hafa verið sett saman til að raka inn dollurum því í myndina er lítið spunnið.
Sannleikurinn er nebblega sá að hér eru á ferðinni ósvalar ofurhetjur í ósvalri b-mynd. Hér er ekki boðið upp á neitt fyrir augu og eyru sem maður hefur ekki séð áður. Hin fjögur fræknu standast alvöru ofurhetjum eins og Leðurblökumanninim (allavega nýjustu myndinni) Ofurmenninu eða jafnvel Köngulóarmanninum ekki snúning. Krakkafíflin í salnum klöppuðu þó en þau hefðu líka klappað ef myndin hefði verið sýnd afturábak án hljóðs.