Saint Etienne - Tales from Turnpike house (2005)
Ég hef nú ekki mikið hlustað á þessa hljómsveit sem hefur verið að poppa frá árinu 1988 með ágætum árangri. Saint Etienne er tríó, tveir gaurar og ein dama sem jafnframt syngur og koma þau frá Bretlandi. Þau gáfu út þessa plötu á árinu og ég hef mikið verið að hlusta á hana í sumar.
Þessi plata inniheldur tvenns konar tegundir af lögum. Það eru róleg og falleg gítarlög annars vegar og grípandi danspopp lög hins vegar. Það er auðheyrt á plötunni að þau hafa mikla reynslu af því að búa til svona lög því öll lög ljóma af sjálfstrausti og fagmennsku. Lögin eru jafnframt mjög grípandi og hafa þann eiginleika að leika við eyrun á manni. Sándið er magnað og maður getur ekki annað en hrifist af þessu létta og áhrifaríka poppi. Gítarlagið Side Streets og danspopplagið Stars above us eru hér í boði til niðurhalningar.
8/10