Sigur-Rós í hassvímu
Þegar maður hefur ekkert að segja þá er bara að skrifa um ekki neitt. Það er hérna lag sem mig langaði að deila með fólkinu sem les þessa síðu. Ég hef áður fjallað um hljómsveitina, gaf plötunni níu af tíu mögulegum hér á dögunum. Þeir eru írskir og leika útúrhessandi popptónlist sem bæði gleður og vekur upp annarlegar tilfinningar. Þeir heita Hal (unnendur íslenskrar tungu gætu útlistað þá sem Halla) og lagið sem ég blæði á síðuna heitir "My eyes are sore" (unnendur íslenskrar tungu gætu útlistað lagið sem "Mér er illt í augunum"). Ég vil lýsa þessu lagi sem Sigur-Rós í hassvímu. Þetta er algjört snilldarlag og þeir sem kunna ekki að meta svona listarlega vel samið popp ættu bara að kaupa sér kók. Mér finnst myndin að ofan passa ágætlega við lagið sem bæði fær mann til að gráta en líka að halda í vonina. Bjútí. HAL - My eyes are sore