The Incredibles (2004)
"Hin ótrúlegu" er enn ein tölvufígúrumyndin sem kemur fram á sjónarsviðið. Ég kíkti á hana á dvd.
Já ég verð að segja að þetta er ein skemmtilegasta mynd sinnar tegundar sem ég hef séð. Húmorinn er fínn, sérstaklega framan af og allir möguleikar ofurhetjugríns virðast vera nýttir. Hasarinn er síðan mjög flottur og sjónrænt séð er myndin algjört augnkonfekt. Þetta er alveg skotheld skemmtun sem óhætt er að mæla með til hressingar. Líka mjög skemmtilegir leikarar sem ljá persónum rödd sína. Úmbarassasa.