Sin City (2005)
Syndaborg Frank Millers var sýnd í bíó í sumar. Ég náði því miður ekki að sjá hana í sumar en bætti upp fyrir það í gær þegar ég leit á hana á dvd. Það eru óteljandi stórleikarar sem fara með hlutverk í þessari mynd sem leikstýrð er af þeim Robert Rodriguiez og höfundi teiknimyndasagnana Sin City, Frank Miller.
Þessi mynd stendur fullkomlega undir öllu því góða sem sagt hefur verið um hana. Ég held hreinlega að hasarmyndir hafi verið endurlífgaðar af þeim Miller og Rodriguez með þessari kröftugu mynd. Hún er vissulega ofbeldisfull, subbuleg og einhver talaði um að hún sýndi kvenmenn á niðrandi hátt. Hrottaskapurinn virðist þó breytast í listform í höndunum á leikstjórunum sem hafa skapað einhvers konar ofbeldis-ballet doldið í anda The Matrix, bara miklu blóðugri. Það dansar enginn ballett á skemmtistöðum og ofbeldi líkt og sést í myndinni gerist ekki í raunveruleikanum. En þegar þessi athæfi eru sett upp getur verið hrikalega gaman að horfa á. Tónlistarmyndbönd í dag sýna líka konur á meira niðrandi og raunverulegri hátt heldur en þessi mynd gerir. Jájá. Frábær mynd.