Missy Higgins
Þetta er áströlsk söngkona sem varð fræg í heimalandi sínu þegar hún vann lagasamkeppni í menntaskóla með laginu "All for believing". Lagið varð hittari þar í landi 2001 en hún beið þó til 2004 með að gefa út sína fyrstu breiðskífu. Hún heitir "The sound of white" og er alveg ágætis plata. Þetta lag All for believing er rosalega fallegt og það er einmitt fyrsta lag plötunnar hennar. Þeir sem hafa gaman af ballöðum ættu að hlusta á þetta lag -->All for believing