Endurvinnslan: Minningartónleikar um Örn Washington (22. sept)          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Minningartónleikar um Örn Washington (22. sept)

Endurvinnslan var viðstödd á minningartónleikum um Örn Washington eða Venus eins og hann var kallaður. Tónleikarnir voru á Nasa og ágætis mæting var. Þarna komu fram listamenn á borð við Páll Óskar & Monika, Bubbi Morthens, Andrea Gylfa, Hjálmar, Lights on the Highway og Jagúar. Ágætlega heppnaðir tónleikar en tónlistaratriðin fannst mér þó afar misjöfn í gæðum. Sumt þarna var alveg hundleiðinlegt eins og þegar einhver Stella fór að syngja af blaði sem hún hélt á. Alltaf vandræðalegt að sjá fólk syngja af blaði. Páll Óskar var nokkuð góður undir hörpuplokkinu hennar Móniku, Lights on the Highway rokkuðu nokkuð þétt og vöktu áhuga minn og Bubbi Morthens var svalur sem klaki. Hljómsveitin hármikla Hjálmar sem fólk er voða hrifið af voru að mínu mati mjög óeftirtektarverðir og ég sé ekki ennþá hvað á að vera svona heillandi við þessa hljómsveit. Jagúar voru hins vegar besta atriði kvöldsins en þeir fönkuðu þakið af Nasa og því ringdi á tónleikagesti á meðan Jagúarmenn stuðuðu allt til fjandans. Fólk tók þó ekki eftir því því að gítarleikari Jagúar var dáleiðandi góður og Samúel söngvari sýndi á sér flotta hlið sem fjölhæfur söngvari. Þokkalegasta stuð á Nasa síðasta fimmtudagskvöld staðreynd.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music