The Man (2005)
Hér er þeim Samuel Jackson og Eugene Levy troðið saman í grín- og hasarmynd.
Það er í raun nóg að sjá veggspjaldið af myndinni því það segir eiginlega allt um þessa mynd sem hægt er að segja. Jackson er einfaldur löggunagli, Levy er einföld blaðurskjóða sem fer mikið í taugarnar á Jackson. Bróðurpartur myndarinnar fer því í að segja Levy að grjóthalda kjafti og að elta hann því hann reynir oft að flýja misnotkunarhendi Jacksons. Hér er því bersýnilega formúlumynd á ferðinni þar sem tveim gjörólíkum mönnum er slengt saman og saman verða þeir vinir og leysa sakamál. Myndin er því miður frekar ófyndin og þessi síblaðrandi Levy verður orðinn þreytandi eftir 15 mínútur. Þessi hefði átt að fara beint á spólu.