Pungurinn á Sylvíu Nótt
Ég sá frumsýningu þessa þáttar um daginn á skjáeinum og hafði ekki sérstaklega gaman af. Í þættinum fylgjumst við með Sylvíu Nótt sem er einhver mest pirrandi manneskja sem ég hef séð. Ég veit hún er að leika en það breytir ekki að persónan er pirrandi og leiðinleg. Það er eitthvað svo augljóst hvað er verið að gera, að búa til kvenkyns Jonna Nas hahahah. Vá, þvílík hugmynd. Það er ekki oft sem ég missi áhugann svona snemma yfir íslensku sjónvarpsefni en þetta var algjör slumma.