System of a Down - Mezmerize (2005)
Pörupiltarnir í Neðankerfisfélaginu eru mættir enn og aftur og alltaf jafn reiðir út í Bandarískt þjóðfélag. Þeir skemmta fólki með brjálæðislegu rokki á sinni þriðju breiðskífu sem ku vera sú fyrri af tveimur sem koma út frá þeim á árinu.
Fyrir mitt leyti varð ég fyrir smá vonbrigðum með plötuna. Helstu vonbrigðin eru að bassaleikarinn Malakian er full mikið að troða sér að hljóðnemanum. Aðal söngvarinn Serj Tankian er með frábæra rödd og maður er ekkert voðalega þakklátur þegar bassaleikarinn með geðsjúku röddina er of mikið að gera sig breiðan fyrir framan nemann. Tvö síðustu lögin þar sem áðurnefndur Malakian fer mikinn eru líka slöppustu lög plötunnar. Platan nær þó á mörgum stöðum háum hæðum til dæmis í "This cocaine makes me feel like i'm on this song", "Violent pornography" og "Question!". "B.Y.O.B." og "Cigaro" eru síðan lög sem hressa nokkuð vel. 11 misgóð lög er niðurstaðan og ég er ekki frá því að ég hefði viljað aðeins meira. En þetta er svosem ágætt í bili, þangað til Hypnotize kemur út seinna á árinu.
7/10