Endurvinnslan: Don't Move (2004)          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Don't Move (2004)

Pénelope Cruz og Sergio Castellito í kröftugri mynd, Don't Move

Nú er maður alveg að fara að fá widescreen augu eftir allt bíóhorfið undanfarið. En burtséð frá lögun augna minna þá var mynd kvöldsins afar óhefðbundin. Þetta er spænsk og ítölsk framleiðsla en gerist á Ítalíu. Segir frá lækni sem lendir í þeim leiðinlegu aðstæðum að dóttir hans kemur inn á sjúkrahúsið stórslösuð á höfði og nær dauða en lífi. Síðan flökkum við aftur í fortíðina og komumst að því að fjölskyldulíf þessa læknis er allt í klessu og þar kemur við sögu kona nokkur sem ber hið afar viðeigandi nafn Italia (Pénelope Cruz).
Það er langt síðan bíómynd hefur slegið mig jafn mikið. Myndin sýnir bæði verstu hliðar mannsskeppnunnar en líka þær bestu. Dramatíkin er mikil og þurfti maður að hafa sig allan við að fara ekki að háskæla. English Patient er barnaefni miðað við þetta. Í myndinni er magnaður leikur og ótrúlegt hvað Pénelope nær að vera heillandi þrátt fyrir að líta virkilega sjabbí út. Leikstjórinn og aðalleikarinn Sergio Castellito er jafnramt gríðarlega góður sem læknirinn og minnti hann bæði á Al Pacino og Jean Reno. Virkilega góð mynd sem fólk ætti að hiklaust að sjá ef það hefur gaman af alvöru drama.

                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music