Garden State (2004)
Öllu meira léttmeti varð fyrir valinu á kvikmyndahátíðinni þetta kvöldið. Zach Braff (sem einnig skrifar og leikstýrir) og Natalie Portman eru hér í aðalhlutverkum. Þessi Zach (sem er sláandi líkur Ray Romano)hefur verið að gera það gott í sjónvarpsþáttum sem heita Scrubs en meira veit ég ekki um hann.
Þessi mynd er hressandi blanda af gríni, rómantík og fjölskyldudrama. Öllum þessum þáttum eru gerð ágætis skil þannig að ekki er hægt annað en að vera sáttur við myndina. Í henni er fínn leikur og sérstaklega er Portman geislandi. Tónlistin er líka óvenju góð, hljómsvetir á borð við Coldplay og The Shins voru áberandi. Sérstaklega fékk hljómsveitin frábæra The Shins góða kynningu og læt ég að gamni fylgja lagið sem spilaði hvað stærst hlutverk í myndinni, New Slang.Fínasta afþreyjing.