Ný Superman mynd
Warner brothers eru þessa dagana að skjóta nýja Superman mynd í Ástralíu. Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir unnendur stálmannsins enda kominn tími á að setja þessa fljúgandi ofurhetju í nútímabúning. Superman: The Movie og Superman 2 þar sem Christopher Reeves heitinn fór með hlutverk sokkabuxnamannsins eru reyndar ennþá klassískar. Framhaldsmyndirnar voru öllu slappari. Leikstjóri X-men, Brian Singer leikstýrir nýju myndinni og talað er um að hún haldi áfram þar sem Superman 2 endaði. Því er talað um að myndin komi til með að heita Superman returns. Margir leikarar hafa verið nefndir í tengslum við hlutverk ofurmennisins en óþekktur leikari að nafni Brandon Routh fékk hlutverkið. Brian Singer sagði um Ruth: "Brandon is an extremely fine actor who possesses the physical qualifications of Clark Kent/Superman. But he also embodies the legacy and history of this character in a way that makes me certain he's the right choice." Engin annar en Kevin Spacey mun taka að sér hlutverk Lex Luthors sem Gene Hackman fór snilldarlega með í gömlu myndunum. Með hlutverk Lois Lane fer Kate Bosworth. Ég vona sannarlega að Singer viti hvað hann er að gera. Sjálfur var ég alltaf að vona að Jim Caviezel myndi fara með hlutverk stígvélaða mannsins. Að ofan má sjá leikarana sem eiga að fylla stórt skarð Reeves og Margot Kidder. Myndin á að koma í bíó 2006.